Orlofsmál

 

 

Orlofshús

Starfsmannafélagið er í samstarfi við 3 önnur félög um orlofspakka. Kennir þar margra grasa, orlofshús víða á landinu, íbúðir í Reykjavík og Kópavogi, gistimiða á hótelum og útilegu- og veiðikort og "orlof að eigin vali".  Félagmönnum er bent á að skoða orlofsblað sem sent var á alla félagmenn til að skoða úrvalið.

Sjá nánar undir orlofspakki Samflots.

 

Orlofshús í eigu félagsins

Félagið á orlofshús í Úlfstaðaskógi á Héraði sem það keypti 1997 ásamt Starfsmannafélagi Dalvíkur en þegar SDD rann í Kjöl keyptum við þeirra hlut þannig að við eigum það ein í dag.

Þetta er flott hús með 2 svefnherbergjum og svefnlofti sem rúmar 8-10 manns.

Sjá hér muni og aðbúnað í húsinu

Heitur pottur á stórri og góðri verönd er við húsið.

Við höfum verið að lagfæra húsið undanfarin ár og er það í dag orðið mjög gott, nýtt gólfefni er t.d. á öllu húsinu og nýtt eldhús.

Sjá myndir á myndasíðunni af húsinu og fleiri koma inn síðar.   

Við erum líka með hús í Munaðarnesi.

Húsið hefur á undanförnum árum verið tekið í gegn, skipt um gólfefni og keypt ný húsgögn og rúm.

Það er tveggja herbergja og með svefnsófa í stofu og er því svefnpláss fyrir 6 manns.

Þar er heitur pottur og góð verönd.