Skýr svör fyrir kosningar

Starfsmannafélag Fjallabyggðar tekur undir með BSRB sem kallar eftir skýrum svörum fyrir kjósendur.

Hver er stefna þess flokks sem þú gætir hugsað þér að kjósa í mikilvægustu málaflokkunum? Lestu meira um þau fimm málefni sem BSRB leggur áherslu á í kosningabaráttunni. Kíktu á kosningavef bandalagsins og kynntu þér málið: 

https://www.bsrb.is/is/kosningar-2017

Launafólk þarf skýr svör frá frambjóðendum

Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga hafa umræður meira eða minna snúist um persónur og leikendur. Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til kosninga verðum við að beina sjónum að málefnunum.

Launafólk þarf að fá skýr svör frá öllum sem sækjast eftir atkvæðum þess hvar framboðin standa þegar kemur að mikilvægum málefnum sem varða okkur öll. BSRB hefur kallað opinberlega eftir því að flokkarnir geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til fimm málaflokka sem bandalagið telur afar mikilvæga í kosningabaráttunni.

Afstaða BSRB til þessara málefna er skýr og byggir á lýðræðislegri umræðu innan bandalagsins, hagsmunum félagsmanna og landsmanna allra.

Sjá nánar hér.

Orlofsmöguleikar að hausti

Ágætu félagar.

Á haustin er góður tími til að fara í bústað og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða á þessum tíma. Eiga góða stund með sínum nánustu við kertaljós, kúldrast í heita pottinum nú eða bara kúra saman.

Þá er líka hægt að kaupa hótelmiða og gista á hóteli víða um land fyrir góðan pening.

Félagsmenn eru kvattir til að kynna sér orlofsmöguleikana á orlofsvefnum, hér til hægri á síðunni, og vita hvort ekki sé laus helgi nú eða vika allt eftir óskum hvers og eins.

Endilega njótum lífsins kæru félagsmenn.

Bestu kveðjur

Orlofsnefndin