1. maí baráttudagur launafólks.

 

Í fyrsta skipti í nærri öld mun íslenskt launafólk ekki koma saman í kröfugöngu og ganga á baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi. Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir skemmtidagskrá í Sjónvarpinu að kvöldi 1. maí.

Kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir hefðbundna dagskrá þann 1. maí, enda samkomubann í gildi í landinu. Þetta verður því í fyrsta skipti síðan árið 1923 að íslenskt launafólk safnast ekki saman þennan dag til að leggja áherslu á kröfur sínar.

Þess í stað munu heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir sérstakri skemmti- og baráttusamkomu í Hörpu sem sjónvarpað verður á RÚV föstudaginn 1. maí klukkan 19:40.

St. Fjall óskar félagsmönnum sínum til hamingju með daginn og hvetur þá til að fylgjast með dagskrá dagsins.

Hér má sjá 1. maí ávarp Sonju Þorbergsdóttur 

 

Til hamningu með daginn launafólk.

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður St. Fjallabyggðar

 

 

Kjarasamningur SFV og Hornbrekku 2020

 

Nú er loksins lokið við kjarasamningagerð fyrir félagsmenn í þessari löngu lotu en flestir kjarasamningar sem St. Fjallabyggð gerir fyrir félagmenn sína voru með gildistíma til 31. mars 2019. Þetta er því búin að vera 14 mánaða vinna að ná þessu í gegn, nú síðast við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna Hornbrekku.

Samningurinn er sambærilegur og samningur sem gerður var fyrir aðra starfsmenn Fjallabyggðar með gildistíma til 31. mars 2023. Samninginn má sjá hér hægra megin á síðunni undir Flýtileiðir og þar er líka kynning á samningnum en ekki er hægt að vera með hefðbundar kynningar eins og ástandið er vegna Covit-19 veirunar.

Stjórn St. Fjallabyggðar hvetur félagmenn sem vinna á Hornbrekku til kynna sér samninginn vel og taka þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn.

Gleðilegt sumar

f.h. stjórnar

Guðbjörn Arngrímsson

 

Úthlutun um sumarorlof lokið

 

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið og tölvupóstur sendur á umsækendur hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki.  Alls sóttu 55 um og úthlutað var 43 vikum.

Félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 20. apríl að greiða sína úthlutun. Eftir að greiðslufrestur er liðinn verður húsinu/íbúðinni úthlutað til annara hafi greiðsla ekki borist.

Geti einhver ekki nýtt sér þessa úthlutun er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að tilkynna það með tölvupósti á samflot@samflot.is eða í síma 899-6213 sem allra fyrst svo hægt verði að lofa öðrum sem sóttu um en fengu ekki, að njóta.

Orlofsvefurinn verður svo opnaður að nýju 24. apríl og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“

Hafi einhver sem les þetta og sótii um ekki fengið tölvupóst er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við formann í síma 899-6213

F.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots,

Guðbjörn Arngrímsson

formaður