Sumarorlof - "Fyrstur kemur, fyrstur fær"

 Nú er lokið við úthlutun á umsóknum um sumarorlofstímabilið. Alls sóttu 77 félagar um og 56 var úthlutað.

Búið er að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" og geta því félagsmenn sótt um það sem út af stendur.

Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að skoða það sem í boði er og sérstaklega er bent á að enn eru laus tímabil í orlofshúsi á Spáni.

Nánar um lausar vikur á orlofsvefnum.

f.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots

Guðbjörn

 

Orlofsblað Samflots 2016

 

Nú ætti orlofsblað Samflots fyrir árið 2016 að vera að detta inn hjá félagsmönnum, sjá hér hægramegin á síðunni undir Flýtileiðir/orlofsblað.

Þar er að finna allt það sem í boði er fyrir komandi ár í orlofsmálum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér það vel og vera duglegir að nýta þessa möguleika.

Alveg sérstaklega viljum við benda fólki á að enn eru laus tímabili í orlofshúsinu á Spáni í júní og júlí. Ef einhver hefur áhuga á að fara ódýrt til Spánar þá er þetta upplagt tækifæri. Bara fara inn á orlofsvefinn, (sjá hér til hægri á síðunni) og skoða hvaða tímabil eru í boði.

Ef einhverjir sjá þetta en hafa ekki fengið orlofsblaðið og telja sig eiga rétt á því eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann í síma 899-6213

Guðbjörn

 

Opnun á umsóknir fyrir sumarorlofstímabil 2016

Úlfstaðir
Úlfstaðir
 
 
Ágætu félagsmenn.
 
Við minnum á að opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots þann 10. mars þar sem opnað verður fyrir tímabilið 20. maí til 16. sept. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
 
Úthlutun fer síðan fram þann 2. apríl og póstur fer til umsækjanda þann dag og 3. apríl.
 
Aðeins verður hægt að sækja um vikuleigu í sumarhúsum og íbúðum á þessu tímabili en þegar úthlutun hefur farið fram og opnað hefur verið fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þá geta félagsmenn sótt um helgar- og dagsleigu í íbúðum á vegum Samflots.
 
Orlofsblað Samflots er á leiðinni í póst og ætti að berast félagmönnum strax í næstu viku.
 
Við hvetjum félaga til að vera duglega að nýta sér það sem í boði er.
 
Orlofsnefnd Samflots.