Gleðilegt orlofssumar.  

 

Nú er frágangur vegna sumarumsóknartímabilsins liðinn og á morgun, 20. apríl verður opnað fyrir „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Það þýðir að félagsmenn geta farið inn á orlofsvefinn og pantað sér hús, íbúð eða kort og hótelmiða og gengið frá pöntun og borgað strax.

Opnað verður fyrir helgarleigu í íbúðum á Reykjavíkursvæðinu en vikuleiga verður áfram í orlofshúsum annars staðar.

Rétt er að benda á að ennþá eru laus tímabil í okkar flotta orlofshúsi á Torrevieja á Spáni og geta félagsmenn pantað beint á netinu í gegnum orlofsvefinn.

Orlofsnefnd Samflots óskar félagsmönnum aðlildafélaga Samflots gleðilegs sumars og vonar að það verði okkur öllum gott og afslappað.

 

f.h. orlofsnefndar  

Guðbjörn Arngrímsson

formaður.

Úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið er lokið

Nú er lokið við að úthluta úr umsóknum fyrir sumarorlofstímabilið 2018.

53 umsóknir bárust og fengu 45 úthlutað. 

Greiðslufrestur er til 18. apríl og þann 20. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær". Þá geta félagmenn sótt um þær vikur sem lausar eru og fengið strax. 

Við biðjum þá sem ekki ætla sér að nýta þær vikur sem þeir fengu úthlutað að láta vita sem fyrst þannig að við getum úthlutað til þeirra sem næstir voru í röðinni.

Vonandi eigum við svo öll gott sumar.

kv.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður orlofsnefndar Samflots.

Orlofsblaðið 2018

Orlofsblað félagsins og Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 25. maí - 14. sept. þann 13. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 20. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá undir Orlofsblað hér til hægri.

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson