Opnun á umsóknir fyrir sumarorlofstímabil 2016

Úlfstaðir
Úlfstaðir
 
 
Ágætu félagsmenn.
 
Við minnum á að opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots þann 10. mars þar sem opnað verður fyrir tímabilið 20. maí til 16. sept. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
 
Úthlutun fer síðan fram þann 2. apríl og póstur fer til umsækjanda þann dag og 3. apríl.
 
Aðeins verður hægt að sækja um vikuleigu í sumarhúsum og íbúðum á þessu tímabili en þegar úthlutun hefur farið fram og opnað hefur verið fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þá geta félagsmenn sótt um helgar- og dagsleigu í íbúðum á vegum Samflots.
 
Orlofsblað Samflots er á leiðinni í póst og ætti að berast félagmönnum strax í næstu viku.
 
Við hvetjum félaga til að vera duglega að nýta sér það sem í boði er.
 
Orlofsnefnd Samflots.

 

Ályktun stjórnar BSRB um útboð á rekstri heilsugæslustöðva

Skýr andstaða við einkavæðingu

Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar í dag. Áformað er að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem nú eru starfandi. Til stendur að stöðvarnar verði einkareknar, í meirihlutaeigu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfa.
BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar, sem er mikilvægur þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Bandalagið telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi. 
Íslenskur almenningur er að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, en fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi, eins og ítrekaðar skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Í rannsókn sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor gerði í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í fyrra kom fram að rúmlega 80% svarenda vilja að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri heilsugæslustöðva. Aðeins um 1% töldu slíkum rekstri best fyrir komið hjá einkaaðilum.
Stjórn BSRB leggst alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva og kallar eftir opinberri umræðu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

Hér að neðan má sjá ályktun stjórnar BSRB vegna málsins. Hún var gerð 7. desember síðastliðinn, en er enn í fullu gildi.

Ályktun stjórnar BSRB um útboð á rekstri heilsugæslustöðva
Stjórn BSRB mótmælir þeim áformum heilbrigðisráðherra að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Ljóst þykir að til standi að auka aðkomu einkaaðila að rekstri heilbrigðisþjónustunnar og það hyggst heilbrigðisráðherra gera án þess að ræða málið sérstaklega á Alþingi eða fara að vilja almennings í þeim efnum.
Landsmenn hafa í skoðanakönnunum ítrekað lýst yfir víðrækum stuðningi við félagslegt heilbrigðiskerfi og hafnað leiðum einkavæðingar. Í rannsókn prófessors Rúnars Vilhjálmssonar sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun fyrr á árinu kom fram að rúm 80% svarenda telja að hið opinbera eigi fyrst og fremst að koma að rekstri heilsugæslustöðva á meðan aðeins 1% taldi slíkum rekstri best komið fyrir hjá einkaaðilum.
Vilji landsmanna er skýr: að hið opinbera eigi og sjái um rekstur heilbrigðisþjónustu á landinu. Þótt hugmyndafræði heilbrigðisráðherra gangi út á að auka skilvirkni og hagræði hefur reynsla víða annars staðar frá sýnt fram á hið gagnstæða. Rannsóknir og samanburður á ólíku fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu hefur jafnframt sýnt að félagslegu heilbrigðiskerfin – líkt og það sem við búum nú við – stuðla að bættri lýðheilsu, jafnara aðgengi að þjónustunni og eru þar að auki hagkvæmari í rekstri en einkareknu kerfin.
Þess vegna leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra. Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Það á að vera skýrt og yfirlýst markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður“ af rekstri heilbrigðisþjónustu eigi að fara til frekari uppbyggingar heilbrigðisþjónustunnar en ekki enda í vasa einkaaðila

 

 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning við SFV

 

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Samflots, f.h. Starfsmannafélags Fjallabyggðar og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu og SFV vegna Hornbrekku Ólafsfirði og Fellsenda Búðardal, með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

 

Á kjörskrá voru:                     47

Atkvæði greiddu                   18 eða 38.30%

Já sögðu                              17 eða 94.44% af greiddum atkvæðum

Nei sögðu                              1 eða 5.56% af greiddum atkvæðum 

 

Samningurinn er því samþykktur.

Þetta tilkynnist hér með,

f.h. Samflots Bæjarstarfsmannafélaga

Guðbjörn Arngrímsson formaður.