Orlof 2017

Akrasel, nýi bústaðurinn okkar
Akrasel, nýi bústaðurinn okkar

Nú er búið að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" á orlofsvefnum.

Félagsmenn geta nú farið inn á orlofsvefinn og pantað það sem er laust og gengið frá því strax.

Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar í bústöðum víða á landinu og einnig í orlofshúsi okkar á Spáni. Þau flugfélög og ferðaskrifstofur sem þangað fljúga eru þessa dagana með afslátt á flugi til Alicante. Ath. að skiptidagar í orlofshúsinu eru þriðjudagar. 

 

Bestu kveðjur

f.h. orlofsnefndar Samflots 

Guðbjörn 

formaður

 

Orlofsblað Samflots 2017

 

Orlofsblað Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum á fyrstu dögum næstu viku.

Ástæða þess að blaðið kemur svona seint eru kaup félagnna sem standa að orlofspakkanum á orlofshúsi í Bláskógarbyggð á Suðurlandi.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 26. maí - 15. sept. þann 18. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 23. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá hér hægra megin undir Orlofsblað

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson

S: 899-6213

 

 

Breytingar á skattkerfi óheillaskref.

Breytingar á skattkerfinu sem tóku gildi um áramót voru óheillaskref sem mun annað hvort leiða til skertrar þjónustu eða aukinna álagna á tekjulægri hópa skrifar Árni Stefán Jónsson, 1. varaformaður BSRB og formaður nefndar um vinnumarkað, kjaramál og lífeyrismál í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Í grein sinni fer Árni Stefán yfir áherslur BSRB í skattamálum og fækkun á skattþrepum í tekjuskattskerfinu úr þremur í tvö. „Allt tal um einföldun á kerfinu og „lækkun á flækjustigi“ er aðeins yfirvarp fyrir lækkun á álögum á hina tekjumeiri. Það sem gerist með fækkun skattþrepa er að skattbyrðin er færð á milli hópa. Hærra hlutfall af tekjum ríkissjóðs af tekjuskatti kemur frá þeim sem hafa minnst á milli handanna. Við það er ekki hægt að búa,“ skrifar Árni Stefán.

„Einnig er augljóst að breytingarnar hafa það í för með sér að tekjur ríkissjóðs lækka á tímum þegar almenningur kallar eftir því að velferðarkerfið sé byggt upp að nýju. Það á enn frekar við nú um áramótin þegar skatthlutfallið var lækkað samhliða því að miðjuskattþrepið var fellt út. Þetta er augljóslega röng forgangsröðun,“ skrifar hann ennfremur.

Grein Árna Stefáns má lesa á vef Vísis .