Kjarasamningar aðildarfélaga BSRB gilda áfram.

Ákvörðun ASÍ um að segja ekki upp kjarasamningum á almennum markaði verður til þess að uppsagnarákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB virkjast ekki.

Í samningum allra aðildarfélaga bandalagsins eru ákvæði um að verði kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum sagt upp geti BSRB sagt upp kjarasamningum sinna félagsmanna í kjölfarið með þriggja mánaða fyrirvara.

Þar sem samningar á almennum vinnumarkaði gilda óbreyttir munu kjarasamningar þorra aðildarfélaga bandalagsins gilda út mars 2019.

Ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB:

„Komi til þess að samkomulag náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á kjarasamningum skulu BSRB og SNR [samninganefnd ríkisins] taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningum aðildarfélaga BSRB. Verði samningum á almennum vinnumarkaði sagt upp á grundvelli forsenduákvæðis þeirra á gildistíma samnings þessa er BSRB, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, heimilt að segja samningum upp með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót.“

Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða.

Nýtt ákvæði um persónuálag tók gildi 1. janúar 2018, sjá gr. 10.2.1.

Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða.

Starfsmenn sem ljúka starfstengdu námi eða námskeiði a.m.k. 150 klst. sem nýtist í starfi og er sérsniðið að þörfum sveitarfélaga, geta að hámarki fengið 2% persónuálag fyrir námið. Skilyrði þess er að námið sé kennt af fræðsluaðilum, sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008.

Skilyrði er að námið hafi ekki verið metið í starfsmati í viðkomandi starfi og skal hækkunin taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið.

Inni á þessari síðu eru upplýsingar um hvaða nám og námskeið falla undir þessa skilgreiningu

http://www.samband.is/verkefnin/kjara-og-starfsmannamal/starfsthrounarnefnd/ 

Félagsmenn eru hvattir til að skoða hvort þeir eigi þennan rétt, þ.e. hafi sótt 150 tíma námskeið á liðnum árum.

kv.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Rafræn skilríki í orlofspakkann

Rafræn innskráning á Orlofsvef Samflots frá og með morgundeginum

12-12-2017

Á morgun 4. janúar 2018 um hádegisbilið, verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu Samflots.  Félagsmenn skrá sig þá inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki.  Vefurinn verður jafnframt lokaður öðrum en félagsmönnum Samflots.

Flestir eru komnir með rafræn skilríki í símann sinn eða eru með íslykil. Ef ekki þá eru hér fyrir neðan upplýsingar fyrir félagsmenn að ná sér í þau.

Ef félagsmenn lenda í vandræðum þá má alltaf hafa samband við skrifstofur aðildarfélaga orlofspakka Samflots eða formann og fá hjálp.

Gangi ykkur vel.

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður Samflots.

Sími 899-6213