Aðalfundur St. Fjallabyggðar

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar fyrir árin 2015 og 2016

verður haldinn í húsi Félags eldri borgara,

fimmtudaginn 8. júní  2017,  kl: 17.00 stundvíslega.

DAGSKRÁ:

  • Fundur settur.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2015 og 2016
  • Stjórnarkjör, skv. 6. gr. laga félagsins
  • Kosnir endurskoðendur skv. 6. gr. laga félagsins.
  • Kosið í nefndir á vegum félagsins.
  • Orlofsmál.
  • Dregið í happdrætti úr hópi þeirra sem mæta á fundinn.
  • Önnur mál.

 Á fundinum verða kaffiveitingar.

 Stjórnin

Þjóðin hafnar einkarekstri í heilbrigðiskerfinu

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Andstaðan við einkarekstur hefur aukist verulega á undanförnum árum.

Alls eru 86% landsmanna þeirrar skoðunar að rekstur sjúkrahúsa eigi fyrst og fremst að vera á hendi hins opinbera. Aðeins 1,3% telja að sjúkrahús eigi fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Rúnar frá mars og fram í byrjun maí. BSRB kostaði gerð könnunarinnar.

Hlutfall þeirra sem vilja að ríkið sjái um rekstur sjúkrahúsa hefur aukist verulega á undanförnum árum. Alls voru 80,7% þeirrar skoðunar í sambærilegri könnun sem gerð var árið 2006 og 83,2% í könnun sem gerð var árið 2015.

Sjá nánar hér

1. maí baráttudagur verkalýðsins.

Í dag 1. maí er baráttudagur verkalýðsins. Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar óskar félagsmönum til hamingju með daginn og minnir á nauðsyn samstöðu og þátttöku í starfi stéttarfélaga, án hennar verður baráttan fyrir betri kjörum þyngri og erfiðara að ná mannsæmandi launum fyrir alla félagsmenn.

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og á fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks.  Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram.

Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika, ávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. Sjá hér fyrir neðan

https://www.bsrb.is/is/skodun/skodun/jofnudur-i-samfelaginu-er-forsenda-stodugleika-1 

Til hamingju með daginn.

Stjórn St. Fjallabyggðar