Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða.

Nýtt ákvæði um persónuálag tók gildi 1. janúar 2018, sjá gr. 10.2.1.

Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða.

Starfsmenn sem ljúka starfstengdu námi eða námskeiði a.m.k. 150 klst. sem nýtist í starfi og er sérsniðið að þörfum sveitarfélaga, geta að hámarki fengið 2% persónuálag fyrir námið. Skilyrði þess er að námið sé kennt af fræðsluaðilum, sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008.

Skilyrði er að námið hafi ekki verið metið í starfsmati í viðkomandi starfi og skal hækkunin taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið.

Inni á þessari síðu eru upplýsingar um hvaða nám og námskeið falla undir þessa skilgreiningu

http://www.samband.is/verkefnin/kjara-og-starfsmannamal/starfsthrounarnefnd/ 

Félagsmenn eru hvattir til að skoða hvort þeir eigi þennan rétt, þ.e. hafi sótt 150 tíma námskeið á liðnum árum.

kv.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Rafræn skilríki í orlofspakkann

Rafræn innskráning á Orlofsvef Samflots frá og með morgundeginum

12-12-2017

Á morgun 4. janúar 2018 um hádegisbilið, verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu Samflots.  Félagsmenn skrá sig þá inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki.  Vefurinn verður jafnframt lokaður öðrum en félagsmönnum Samflots.

Flestir eru komnir með rafræn skilríki í símann sinn eða eru með íslykil. Ef ekki þá eru hér fyrir neðan upplýsingar fyrir félagsmenn að ná sér í þau.

Ef félagsmenn lenda í vandræðum þá má alltaf hafa samband við skrifstofur aðildarfélaga orlofspakka Samflots eða formann og fá hjálp.

Gangi ykkur vel.

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður Samflots.

Sími 899-6213

 

Jólakveðja

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar sendir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, sem og landsmönnum öllum, hugheilar jólakveðjur og óskir um gott nýtt ár.

Megi friður og farsæld ríkja hjá ykkur öllum á komandi ári.

Stjórn St. Fjallabyggðar