Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Fjallabyggðar fyrir árið 2017 verður haldinn í húsi Félags eldri borgara, miðvikudaginn 6. júní  2018,  kl: 17.00 stundvíslega.

DAGSKRÁ:

  • Fundur settur.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Lagðir fram reikningar félagsins fyrir árið 2017
  • Stjórnarkjör, skv. 6. gr. laga félagsins
  • Kosnir endurskoðendur skv. 6. gr. laga félagsins.
  • Kosið í nefndir á vegum félagsins.
  • Dregið í happdrætti úr hópi þeirra sem mæta á fundinn.
  • Önnur mál.

 Á fundinum verða kaffiveitingar.

 Stjórnin

1. maí baráttudagur launafólks.

 

Í dag 1. maí er baráttudagur verkalýðsins. Jöfnuður í samfélaginu er forsenda stöðugleika.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar óskar félagsmönum til hamingju með daginn og minnir á nauðsyn samstöðu og þátttöku í starfi stéttarfélaga, án hennar verður baráttan fyrir betri kjörum þyngri og erfiðara að ná mannsæmandi launum fyrir alla félagsmenn.

Við fögnum alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Það er löng hefð fyrir því að koma saman og fara í kröfugöngu og á fund þar sem farið er yfir helstu áherslumál launafólks.  Í því felst hvatning til okkar allra til að sýna samstöðu í verki og sækja fram.

Stjórn Starfsmannafélags Fjallabyggðar hvetur félagsmenn sína til að nota daginn til að íhuga stöðu launafólks og minnast þeirra fórna sem þurft hefur að færa til að ná fram sanngjörnum réttindum.

Sjá 1. maí ávarp Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB. "Stöndum saman gegn aukinni misskiptingu"

Gleiðlega hátíð.

Guðbjörn Arngrímsson 

formaður St. Fjallabyggðar

Orlofsuppbót 2018

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. maí hjá starfsfólki Fjallabyggðar og Hornbrekku en 1. júní hjá starfsfólki Heilsugæslu og MTR.

Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu, 1. maí  – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina.

Orlofsuppbótin fyrir árið 2018 er kr: 48.000.