Kjarasamningur SFV og Hornbrekku 2020

 

Nú er loksins lokið við kjarasamningagerð fyrir félagsmenn í þessari löngu lotu en flestir kjarasamningar sem St. Fjallabyggð gerir fyrir félagmenn sína voru með gildistíma til 31. mars 2019. Þetta er því búin að vera 14 mánaða vinna að ná þessu í gegn, nú síðast við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vegna starfsmanna Hornbrekku.

Samningurinn er sambærilegur og samningur sem gerður var fyrir aðra starfsmenn Fjallabyggðar með gildistíma til 31. mars 2023. Samninginn má sjá hér hægra megin á síðunni undir Flýtileiðir og þar er líka kynning á samningnum en ekki er hægt að vera með hefðbundar kynningar eins og ástandið er vegna Covit-19 veirunar.

Stjórn St. Fjallabyggðar hvetur félagmenn sem vinna á Hornbrekku til kynna sér samninginn vel og taka þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn.

Gleðilegt sumar

f.h. stjórnar

Guðbjörn Arngrímsson

 

Úthlutun um sumarorlof lokið

 

Ágætu félagsmenn

Nú er lokið úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið og tölvupóstur sendur á umsækendur hvort sem þeir fengu úthlutun eða ekki.  Alls sóttu 55 um og úthlutað var 43 vikum.

Félagsmenn sem fengu úthlutað hafa til 20. apríl að greiða sína úthlutun. Eftir að greiðslufrestur er liðinn verður húsinu/íbúðinni úthlutað til annara hafi greiðsla ekki borist.

Geti einhver ekki nýtt sér þessa úthlutun er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að tilkynna það með tölvupósti á samflot@samflot.is eða í síma 899-6213 sem allra fyrst svo hægt verði að lofa öðrum sem sóttu um en fengu ekki, að njóta.

Orlofsvefurinn verður svo opnaður að nýju 24. apríl og gildir þá reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“

Hafi einhver sem les þetta og sótii um ekki fengið tölvupóst er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við formann í síma 899-6213

F.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots,

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

Umsóknartímabil sumarorlofstímabilsins 2020

 

Ágætu félagsmenn

Umsóknartímafrestur fyrir sumarorlofið hefst 7. apríl og stendur til 14. apríl, og þann 15. apríl verður úthlutað úr umsóknum.

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 29. maí til 11. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði er í orlofsblaðinu okkar sem sent var á félagsmenn fyrir stuttu. 

Orlofsblaðið má sjá hér hægra megin á síðunni undir flýtileiðir

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

Vonandi njótum við sumarsins þrátt fyrir þessa óværu sem er að angra okkur þessar vikurnar. 

f.h. orlofsnefndar

Guðbjörn Arngrímsson