Úthlutun fyrir sumarorlofstímabilið er lokið

Nú er lokið við að úthluta úr umsóknum fyrir sumarorlofstímabilið 2018.

53 umsóknir bárust og fengu 45 úthlutað. 

Greiðslufrestur er til 18. apríl og þann 20. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær". Þá geta félagmenn sótt um þær vikur sem lausar eru og fengið strax. 

Við biðjum þá sem ekki ætla sér að nýta þær vikur sem þeir fengu úthlutað að láta vita sem fyrst þannig að við getum úthlutað til þeirra sem næstir voru í röðinni.

Vonandi eigum við svo öll gott sumar.

kv.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður orlofsnefndar Samflots.

Orlofsblaðið 2018

Orlofsblað félagsins og Samflots er komið í prentun og mun væntanlega berast félagsmönnum í næstu viku.

Opnað verður fyrir orlofsvefinn 6. apríl og úthlutað fyrir tímabilið 25. maí - 14. sept. þann 13. apríl. Vefurinn opnar síðan fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þann 20. apríl.

Þeir félagsmenn sem ekki fá blaðið í næstu viku eru beðnir að láta vita á skrifstofum aðildarfélaganna eða til formanns Samflots, Guðbjörns, í síma 899-6213

Svo vonum við að blaðið standi undir væntingum um glæsilegt orlofstímabil hjá félagsmönnum aðildarfélaga orlofspakka Samflots.

Orlofsblaðið má sjá undir Orlofsblað hér til hægri.

F.h. orlofsnefndar samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Orlof að eigin vali 2018

Nú er búið að opna aftur fyrir möguleikana á að sækja um ,,Orlofi að eigin vali” 


Styrkurinn í ár 23.000 kr. og félagsmenn geta notað styrkinn til að niðurgreiða ýmislegt af sínum orlofsútgjöldum, t.d. flugi, gistingu og/eða leigu farartækja, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að nota styrkinn til að niðurgreiða það sem í boði er í orlofspakka Samflotsfélagana.

Félagsmaður getur sótt um á orlofsvefnum hér við hliðina. Staðfestingin/svar við umsókninni kemur ekki um hæl, heldur í tölvupósti innan við sólahring eftir að umsóknin fer inn. 
En til þess að fá styrkinn greiddan þarf að koma eða senda greiðslukvittunina og samþykktinni frá Samfloti til gjaldkera félagsins hennar Hafdísar Jónsd.

Sjá nánar í Orlofsblaðinu sem kemur til ykkar á allra næstu vikum.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður