Persónuuppbót/desemberuppbót 2018

 

Fyrir bæjarstarfsmenn Fjallabyggðar og Hornbrekku:  Á árinu 2018 kr.  113.000

Desemberuppbót er greidd 1. desember ár hvert Með fullu starfi er átt við 100% starf tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal h ann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda persónuuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Hlutfall skv. þessari málsgrein er reiknað sem hlutfall af fullri vinnu (100%) í 12 mánuði á almanaksárinu af síðast gildandi persónuuppbót 


Fyrir ríkisstarfsmenn þ.e. starfsmenn heilsugæslu og MTR:  Á árinu 2018 kr. 89.000

Starfsmaður sem er við störf í fyrstu viku nóvembermánaðar skal fá greidda persónuuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Persónuuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Á uppbótina reiknast ekki orlofsfé. Hafi starfsmaðurinn gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall á framangreindu tímabili. 

Á sama hátt skal einnig starfsmaður sem látið hefur af starfi en starfað hefur samfellt í a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) á árinu, fá greidda uppbót í desember, miðað við starfstíma og starfshlutfall. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða í allt að 6 mánuði vegna fæðingarorlofs.

Konur taka af skarið!

 
Í vor fékk AkureyrarAkademían, Starfsgreinasambandið, Jafnréttisstofa og JCI Sproti við styrk úr Jafnréttissjóði til að standa fyrir námskeiðunum „Konur taka af skarið!“. Námskeiðin verða haldin víðsvegar um landið og er markmið þeirra að hvetja konur til þátttöku í starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.
 
Laugardaginn 10. nóvember verður fyrsta námskeiðið haldið í sal Einingar-Iðju við Skipagötu á Akureyri. Farið verður yfir kynjakerfið, stöðu verkalýðsbaráttunnar, uppbyggingu verkalýðsfélaganna, leiðtogaþjálfun, hvernig er hægt að koma sínu á framfæri og hvernig það er að starfa í verkalýðshreyfingunni.
 
Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. 
 
Félagskonur í Starfsmannafélagi Fjallabyggðar er hvattar til að mæta á þetta námskeið.
  
Kristín Heba Gísladóttir
Framkvæmdastjóri
 
 

ORLOFSMÁL

Búið að opna fyrir útleigu í desember, jól  og áramót.

Um jól og áramót eru tvær vikur í boði í íbúðunum í Reykjavík þ.e. frá 21. til 28. des. fyrri vikan og svo frá 28. des. til 4. jan. seinni vikan. Þessar tvær vikur eru á vikuleigu en aðra daga í desember gildir helgarleiga.

Í bústöðunum er helgarleiga í boði allan desembermánuð.

Um næstu mánaðarmót verður svo opnað fyrir janúar til og með mars 2019.

Núna á næstu dögum kemur tölvupóstur til félagsmanna aðildarfélaga að orlofspakka Samflots um húsið okkar á Spáni. Við biðjum félaga að skoða þann póst vel því það er hægt að komast til Alicante á Spáni þar sem húsið er fyrir lítinn pening ef pantað er tímanlega.

Bestu kveðjur

 f.h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

Formaður