Orlofsuppbót

1.8.1
Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Upphæðin 2006 er kr: 22,400

4.2.4
Lágmarksupphæð orlofsfjár fyrir fullt orlofsár skal nema 12% af maímánaðarlaunum orlofstökuársins í 107. launaflokki 3. þrepi.

Sumarorlof

Fréttabréf um sumarorlof kom til félagsmanna fyrir páska og er umsóknarfrestur til 21. apríl.

Félagsmenn eru hvattir til að sækja um sem fyrst og eins að hafa samband við formann ef félagsmenn vilja reyna eitthvað annað en það sem er til boða hjá okkur.

Páskaorlof

Nú eiga allir félagsmenn að hafa fengið fréttabréf þar sem meðal annars er auglýsing um páskaúthlutun í orlofshúsum STÓL.

Umsóknarfrestur er til 28. mars og skal hafa samband við Guðbjörn vegna umsókna.

Auglýsing um sumarorlof verður send út fyrir næstu mánaðamót.