Ný heimasíða

Ágætu félagsmenn

Hér gefur að líta nýja heimasíðu STÓL

Það er Ingvar Karl Þorsteinsson hjá TNet ehf sem hannaði og setti upp síðuna og kunnum við í stjórn STÓL honum bestu þakkir fyrir.

Það er líka rétt og skylt að nefna að myndirnar, sem birtast þegar síðan er kölluð fram eða þegar flakkað er á síðunni, eru allar eftir félaga okkar Gísla Kristinsson. Var hann svo elskulegur að leyfa okkur að nota þessar myndir sem eru allar hreint listaverk og sýna öllum sem inn á síðuna fara hversu frábær og fallegur fjörðurinn okkar er. Enn og aftur bestu þakkir Gísli.

Það vantar ennþá sumt inn á síðuna en það kemur inn á næstu dögum.

Stjórn félagsins vonar að félagsmenn verði duglegir að heimsækja síðuna og jafnframt koma með ábendingar um hvað betur má gera á síðunni.

f.h. stjórnar STÓL
Guðbjörn Arngrímsson
formaður

Hækkun hjá starfsmönnum með 15 ára þjónustualdur

Í síðustu samningum kom inn þessi grein

Gr. 1.2.2
Eftir 15 ára starf hjá sveitarfélögum skulu starfsmenn fá persónuálag sem nemur 1 stigi.

Grein þessi tekur gildi 1. júní 2006.

Orlofshús úthlutun

Nú er frestur til að sækja um seinni úthlutun í orlofshúsum STÓL að líða. Seinasti dagur er á morgun og enn eru örfáar vikur lausar bæði í Munaðarnesi og á Úlfstöðum.