Kalda vatnið í Munaðarnes

Nú er þeim langþráða áfanga náð að tengja Munaðarnes við vatnsveitu Orkuveitu Reykjavíkur, sem lögð verður um allan Borgarfjörð. Það gerðist um síðustu mánaðarmót. Enn er eftir að tengja Stóru Skóga við vatnsveituna en það mun gerast á næstu dögum.

Orlofsbyggðir BSRB tilheyra ásamt Bifröst 1. áfanga framkvæmdarinnar. Vatnsbólið er í Grábrókarhrauni og mun vatnsveitan sjá öllu Borgarfjarðarhéraði fyrir köldu vatni í framtíðinni.

Aðalfundur STÓL

Aðalfundur STÓL fyrir árið 2005 var haldinn í húsi eldri borgara fimmtudaginn 1. júní 2006.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, flutt skýrsla stjórnar og farið yfir reikninga félagsins og þeir samþykktir.

 

Kosin var í stjórn og nefndir skv. 6. gr. laga STÓL

Í stjórn STÓL sitja:

formaður;                Guðbjörn Arngrímsson     Grunnskóla,
ritari;                       Róslaug Gunnlaugsdóttir  Heilsugæslu
gjaldkeri;                 Hafdís Jónsdóttir              Bæjarskrifstofu,
varaformaður;          Haukur Sigurðsson          Íþróttamiðstöð,
meðstjórnendur;       Guðbjörg Þorsteinsdóttir   Leikhólum
                               Rósa Óskarsdóttir            Hornbrekku.


Á fundinn mættu 14 félagsmenn

Lausar vikur í orlofshúsum

Enn er til vikur í orlofshúsum félagsins

Í Munaðarnesi:  8. - 15. sept.

Úlfstaðaskógur  25. ágúst - 1. sept.  og 1. - 8. sept.

Hafið samband við Hauk s: 863-1466 eða Guðbjörn s: 899-6213, fyrstur kemur fyrstur fær.

Minnum líka á íbúðina í Reykjavík, upplýsingar um hana í s: 482-2760