Nú eiga allir félagsmenn að hafa fengið fréttabréf þar sem meðal annars er auglýsing um páskaúthlutun í orlofshúsum STÓL.
Umsóknarfrestur er til 28. mars og skal hafa samband við Guðbjörn vegna umsókna.
Auglýsing um sumarorlof verður send út fyrir næstu mánaðamót.
Aðalfundur Starfsmannafélags Ólafsfjarðar, STÓL, fyrir árið 2005 verður haldinn í húsi Félags eldri borgara, fimmtudaginn 1. júní 2006, kl: 17,30 stundvíslega.
DAGSKRÁ:
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Lagðir fram reikningar STÓL
4. Stjórnarkjör, skv. 6. gr. laga STÓL
5. Kosnir endurskoðendur skv. 6. gr. laga STÓL
6. Kosið í nefndir á vegum STÓL
7. Sameining stéttarfélaga
8. Önnur mál
Á fundinum verða kaffiveitingar
Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega
Stjórnin