Hækkun hjá starfsmönnum með 15 ára þjónustualdur

Í síðustu samningum kom inn þessi grein

Gr. 1.2.2
Eftir 15 ára starf hjá sveitarfélögum skulu starfsmenn fá persónuálag sem nemur 1 stigi.

Grein þessi tekur gildi 1. júní 2006.

Orlofshús úthlutun

Nú er frestur til að sækja um seinni úthlutun í orlofshúsum STÓL að líða. Seinasti dagur er á morgun og enn eru örfáar vikur lausar bæði í Munaðarnesi og á Úlfstöðum.

Orlofsuppbót

1.8.1
Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Upphæðin 2006 er kr: 22,400

4.2.4
Lágmarksupphæð orlofsfjár fyrir fullt orlofsár skal nema 12% af maímánaðarlaunum orlofstökuársins í 107. launaflokki 3. þrepi.