Aðalfundur STÓL

Aðalfundur STÓL fyrir árið 2005 var haldinn í húsi eldri borgara fimmtudaginn 1. júní 2006.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf, flutt skýrsla stjórnar og farið yfir reikninga félagsins og þeir samþykktir.

 

Kosin var í stjórn og nefndir skv. 6. gr. laga STÓL

Í stjórn STÓL sitja:

formaður;                Guðbjörn Arngrímsson     Grunnskóla,
ritari;                       Róslaug Gunnlaugsdóttir  Heilsugæslu
gjaldkeri;                 Hafdís Jónsdóttir              Bæjarskrifstofu,
varaformaður;          Haukur Sigurðsson          Íþróttamiðstöð,
meðstjórnendur;       Guðbjörg Þorsteinsdóttir   Leikhólum
                               Rósa Óskarsdóttir            Hornbrekku.


Á fundinn mættu 14 félagsmenn

Lausar vikur í orlofshúsum

Enn er til vikur í orlofshúsum félagsins

Í Munaðarnesi:  8. - 15. sept.

Úlfstaðaskógur  25. ágúst - 1. sept.  og 1. - 8. sept.

Hafið samband við Hauk s: 863-1466 eða Guðbjörn s: 899-6213, fyrstur kemur fyrstur fær.

Minnum líka á íbúðina í Reykjavík, upplýsingar um hana í s: 482-2760

Ný heimasíða

Ágætu félagsmenn

Hér gefur að líta nýja heimasíðu STÓL

Það er Ingvar Karl Þorsteinsson hjá TNet ehf sem hannaði og setti upp síðuna og kunnum við í stjórn STÓL honum bestu þakkir fyrir.

Það er líka rétt og skylt að nefna að myndirnar, sem birtast þegar síðan er kölluð fram eða þegar flakkað er á síðunni, eru allar eftir félaga okkar Gísla Kristinsson. Var hann svo elskulegur að leyfa okkur að nota þessar myndir sem eru allar hreint listaverk og sýna öllum sem inn á síðuna fara hversu frábær og fallegur fjörðurinn okkar er. Enn og aftur bestu þakkir Gísli.

Það vantar ennþá sumt inn á síðuna en það kemur inn á næstu dögum.

Stjórn félagsins vonar að félagsmenn verði duglegir að heimsækja síðuna og jafnframt koma með ábendingar um hvað betur má gera á síðunni.

f.h. stjórnar STÓL
Guðbjörn Arngrímsson
formaður