Stjórn og nefndarfólk Samflots 2006-2007

Á aðalfundi Samflots í Ólafsvík 8.-9. sept. s.l. var kosið í stjórn og nefndir fyrir næsta ár

Sjá hér

Aðalfundur Samflots

Aðalfundur Samflots var haldinn í Ólafsvík dagana 8. - 9. sept. s.l. Þar var meðal annars samþykkt ályktun vegna deilu Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu við Snæfellsbæ. Sjá nánar um deiluna hér

Ályktunin er svohljóðandi:

Aðalfundur Samflots bæjarstarfsmannafélaga haldinn í Ólafsvík 8.-9. september 2006 lýsir yfir stuðningi sínum við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu í deilu þeirri er félagið á í við Snæfellsbæ vegna starfsmanna íþróttamannvirkja.

Aðalfundurinn hvetur stjórnendur Snæfellsbæjar til að endurskoða afstöðu sína og ljúka málinu í sátt.

Orlofshús í Munaðarnesi

Helgarleiga í Munaðarnesi
Skrifstofa BSRB hefur nú tekið við útleigu á orlofshúsunum í Munaðarnesi og er nú hægt að leigja húsin yfir helgar. Helgarleiga á stórum húsum með heitum potti er 9.500 kr. og á litlum húsum með heitum potti 7.500. Síminn á skrifstofu BSRB er 525 8300.

Nokkur hús eru laus um næstu helgi.