Námskeið um stjórnsýslurétt fyrir starfsmenn sveitarfélaga

Í nóvember og desember nk. mun Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða í fyrsta skipti upp á sex vikna námskeið um stjórnsýslulögin og stjórnsýslurétt. Námskeiðið er sérstaklega ætlað öllum stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélaga sem koma að meðferð mála og undirbúningi ákvarðana. Áður hefur námskeiðið verið haldið þrisvar fyrir bæði starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Áform eru um að kenna námskeiðið í fjarfundabúnaði á vormánuðum 2007.

Sjá nánar

Jólahlaðborð í Munaðarnesi

Jólahlaðborð verður í Kaffi Paradís í Munaðarnesi dagana 24. og 25. nóvember og 1. og 2. desember. Lifandi tónlist er á meðan á borðhaldi stendur og leikur hljómsveitin Gammel dansk fyrir dansi að borðhaldi loknu. Einnig er hægt að sérpanta hlaðborðið fyrir stærri hópa á öðrum dagsetningum. Stórsniðugt er fyrir stóra sem litla vinnustaði, vini, fjölskyldur og aðra hópa sem vilja upplifa frábæra stemningu í fallegu umhverfi. Verð: 5.500 kr. Borðapantanir og upplýsingar í síma 525-8441. Tilvalið er að nýta sér samhliða sumarhúsaleigu BSRB í Munaðarnesi. Upplýsingar á skrifstofu BSRB í síma 525-8300.

Sjá nánar

Endurmat á störfum

Þessa dagana er verið að skipa í endurmatsnefndir sem munu hafa það hlutverk að skoða beiðni um endurmat.

Beiðnin verður skoðuð út frá stiganiðurbroti starfsins og yfirlitinu. Einnig hvernig niðurstaðan er hjá öðrum störfum í viðkomandi sveitarfélaginu.

Allar nánari upplýsingar sem tilheyra endurmatsferlinu verða settar á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.

Þar má einnig finna nýja aðgerðaráætlun