Lausar vikur í Munaðarnesi og Eiðum

Nú eru laus orlofshús í orlofsbyggðum BSRB.

Vikuna 30. júní til 7. júlí eru eitt stórt hús og eitt lítið hús laus í Munaðarnesi og eitt stórt hús í Stóru Skógum. Heitir pottar eru við öll húsin og hægt er að horfa á beina útsendingu frá heimsmeistarkeppninni í knattspyrnu í þjónustumiðstöðinni.

Þá er eitt stórt hús laust á Eiðum vikuna 7. - 14. júlí.

Ef hús losna sér skrifstofa BSRB um að leigja út þau. Sjá nánar

Glanni vígður

Golfvöllurinn Glanni verður vígður laugardaginn 1. júlí nk. en BSRB á aðild að rekstrarfélagi klúbbsins. Völlurinn er í næsta nágrenni orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi og Stóru Skógum og fá félagsmenn í BSRB helmings afslátt á völlinn. Almennt verð á völlinn er 1800 kr. en félagar í BSRB borga 900 kr. Þetta er níu holu völlur í mjög fögru umhverfi. Sjá nánar

Kaffihúsið Paradís opnar í Munaðarnesi

Kaffihúsið Paradís opnar í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi föstudaginn 9. júní og verður opið í allt sumar fram til 20. ágúst. Þar verður m.a. á boðstólum nýbakað brauð mánudaga, miðvikudaga og laugardagsmorgna. Einnig verður starfrækt lítil verslun eins og undanfarin sumur. Þá verða ýmsar uppákomur í sumar í tengslum við Þjónustumiðastöðina, t.d. verður hægt að horfa á beinar útsendingar frá HM á meðan á heimsmeistaramótinu stendur. Sunnudaginn 10. júní verður menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi eins og áður hefur verið greint frá.

Sjá nánar