41. þing BSRB

41. þingi BSRB lauk um kl. 19.00 í gærkvöldi með kosningu um formann, 1. og 2. varaformann, ritara og gjaldkera en þessi embætti mynda framkvæmdanefnd bandalagsins.

BSRB fagnar aðgerðum til að lækka matvælaverð

BSRB fagnar fram komnum tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. BSRB hefur jafnan lagt ríka áherslu að virða beri hagsmuni íslensks landbúnaðar og innlendrar afurðarvinnslu við allar þær kerfisbreytingar sem ráðist er í, en jafnframt vakið athygli á nauðsyn þess að létta álögur á einstaklinga og fjölskyldur með lágar og millitekjur. Lækkun matarverðs er mikilvægt skref í þá átt að skila almenningi kjarabótum," segir í upphafi ályktunar sem stjórn BSRB hefur sent frá sér.

Sjá nánar

Samkomulag um fjarvinnslu

BSRB, BHM og KÍ undirrituðu í dag samkomulag við ríkið, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga um fjarvinnslu. Með þessu samkomulagi var innleiddur rammasamningur á Evrópuvísu sem tekur til fjarvinnslustarfsmanna þar sem vinna sem einnig væri hægt að inna af hendi í starfsstöð atvinnurekanda er unnin reglulega utan starfsstöðvarinnar.

Sjá nánar