Endurmatsferli starfsmatsins í gang

Nú er loksins hægt að hefja endurmatsferlið.

Stiganiðurbrotið fyrir útgefin viðmiðunarstörf (nóv. 2004) hafa verið sett á heimasíðu launanefndarinnar. Enn eru þó nokkur störf í vinnslu en þetta skjal verður uppfært jafnóðum og fleiri störf bætast við. Neðst í vinstra horni skjalsins verður ávallt skráð hvenær skjalið var síðast uppfært.

Félagsmaður á að hafa öll nauðsynleg gögn til að óska eftir endurmati þar með talið aðgang að stiganiðurbroti fyrir starfið sitt, starfsyfirlit og þrepaskilgreiningar.

Einnig er verið að vinna að fræðslufundum fyrir endurmatsteymi, nánar kynnt síðar. 

Sjá endurmatsferlið, bæklingur um starfsmat, leiðbeiningar fyrir starfsmenn, sjá endurmatsbeiðni, sjá stiganiðurbrot, sjá allt endurmatsferlið

Desemberuppbót

Starfsmaður í fullu starfi skal fá greidda persónuuppbót í desember kr. 59.728.- og kr. 44.500.- taki viðkomandi laun samkvæmt kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Þá skulu tónlistakennarar og stjórnendur fá greidda annaruppbót kr: 55,742.

Endurmatsferli starfsmats

Nú hillir loksins undir endurmatsferli starfsmatsins.

Verið er að skipa í endurmatnefndir sem á að hafa það hlutverk að skoða beiðni um endurmat. Skoðað verður út frá stiganiðurbroti starfsins og yfirlitinu. Einnig hvernig niðurstaðan er hjá öðrum störfum í viðkomandi sveitarfélaginu. Endurmatnefndirnar munu sitja námskeið í einn dag áður en vinnan hefst.

Allar upplýsingar og gögn sem tilheyra endurmatsferlinu mun koma á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Sjá hér

Fulltrúar í endurmatsnefnd fyrir Ólafsfjörð: Guðbjörn Arngrímsson STÓL og Ólafur Þór Ólafsson skrifstofustjóri Fjallabyggðar.