GLEÐILEGT SUMAR

Stjórn STÓL óskar félagsmönnum sínum sem og öðrum þeim sem heimsækja heimasíðuna gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn.

Minnum á umsóknir um orlofshús STÓL.

Sumarorlof

Nú er orlofsbæklingurinn kominn út og eru félagmenn hvattir til að nota sér það sem í boði er.

Sjá nánar um orlofshúsin o.fl. undir orlofsmál hér á síðunni.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl.

Sigur í Snæfellsbæ

Í gær 21. mars var kveðinn upp dómur í máli sem BSRB höfðaði gegn Snæfellsbæ vegna trúnaðarmanns sem sagt hafði verið upp störfum hjá bænum. Trúnaðarmaðurinn starfaði við íþróttamannvirki sveitarfélagsins og var öllum starfsmönnum sagt upp að sögn vegna endurskipulagningar.