AÐALFUNDUR STÓL

Aðalfundur Starfsmannafélags Ólafsfjarðar, STÓL, fyrir árið 2006 verður haldinn í húsi Félags eldri borgara miðvikudaginn 30. maí 2007, kl: 17:30 stundvíslega.

Orlofsuppbót

Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Orlofsuppbót 2007 er kr. 23.000,-

 

1. maí. Til hamingju með daginn

Félagsmenn, til hamingju með daginn í dag.

Baráttudagur verkalýðsins er í dag og alltaf hollt að rifja upp að það sem okkur finnast sjálfsögð réttindi verkafólks í dag komu ekki til okkar á silfurfati, nei við höfum alltaf þurft að berjast fyrir réttindum okkar og því miður er það þannig í dag líka þrátt fyrir svokallað góðæri.

Gefum okkur því tíma til að hugsa um stéttarbaráttuna í dag og tökum þátt í hátíðarhöldum verkalýðsfélaganna.

1. maí ávarp verkalýðsfélaganna  BSRB, BHM, KÍ og INSÍ.