Yfirlýsing frá ASÍ, BSRB, BHM og KÍ

Fulltrúar ofangreindra samtaka launafólks á Íslandi lýsa eindregnum vilja að hefja sameiginlega viðræður við viðsemjendur sína um þróun kjaramála á komandi misserum.

Samtökin árétta þá sameiginlegu afstöðu sína að forsenda þess að slíkar viðræður hefjist, er að áður verði lokið samningum við félög sem nú eru með lausa samninga eða samninga sem losna á næstu dögum.

ASÍ, BSRB, BHM, KÍ