Vilja breyta skerðingarmörkum barnabóta

Formaður BSRB segir í samtali við Ríkisútvarpið að eðlilegt væri að breyta fyrirkomulagi barnabóta þannig að skerðingarmörkum þeirra verði breytt svo fleiri fái notið fullra bóta. BSRB hefur lýst yfir ánægju sinni með að hækka eigi barnabæturnar en hefur jafnframt bent á að breyta þurfi skerðingarhlutfallinu.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að „hækkun barnabóta verði þannig að fjárhæð bótanna hækki um þrettán prósent auk 2,5 prósenta verðlagsuppfærslu. Þeir sem hafa laun umfram 200 þúsund krónur á mánuði fá skertar bætur. Sú skerðing eykst, þannig að laun umfram 200 þúsund skerða bætur með einu barni nú um fjögur prósent í stað þriggja prósenta áður.