Vetrarríki fyrir austan

Að undanförnu hefur verið óvenju mikill snjór á Héraði og fengum við sendar myndir af orlofshúsinu okkar á Úlfstöðum sem teknar voru af húsvarðarhjónunum okkar yndislegu, Andrési og Guðnýju, um jólahátíðina.

Rétt er að benda á að upplagt er að skella sér austur í vetrarferð, 3.-4. tíma keyrsla og svo algjör afslöppun í heita pottinum, kveikja síðan á kertum og hafa það huggulegt í fallegu umhverfi.

Sjá nánar í myndaalbúmi