Vetrarleiga í orlofshúsum St. Fjall.

Nú höfum við opnað fyrir vetrarleigu á orlofshúsunum okkar að Úlfstöðum og í Munaðarnesi. Orlofshúsið í Munaðarnesi stendur nú félagsmönnum St. Fjall. til boða í vetur. Um er að ræða helgar- eða vikuleigu eftir því sem félagsmanni hentar.

Órlofshúsin hafa verið tekin mikið í gegn í vor og sumar og keypt inn í þau nýr búnaður til að auka þægindin. Ný húsgögn og rúm keypt í Munaðarnes ásamt fleiri nauðsynjum og að Úlfstöðum var keyptur nýr pottur svo fátt eitt sé nefnt.

Sjá myndir í myndaalbúm.

Stjórn St. Fjallabyggðar hvetur félagsmenn til að njóta haustsins og vetrarins í frábærum húsum.