Úlfstaðir

Í vor var eldhúsinnréttingu breytt og sett upp "alvöru" innrétting með öllum græjum, helluborði, ofni og stórum ísskáp. Við höfum fengið ábendingar um að það væri ekki gott að vera með 6-10 manns í húsinu og ískáp sem dygði fyrir 2-4 þannig að við drifum í að breyta þessu.

Sjá myndir í myndaalbúmi sem Hafdís gjaldkeri tók.

Vonandi verður þetta til þess að félagsmenn njóti þess enn betur að vera í húsinu.

Það eru enn lausar vikur eftir 17. ágúst, fyrstur kemur, fyrstur fær.