Starfsmannafélag Fjallabyggðar 25 ára

Í dag er St. Fjall. 25 ára.

Það var að frumkvæði og með hvatningu bæjarstjórnar í Ólafsfirði sem starfsmenn bæjarfélagsins voru boðaðir til fundar þann 19. maí 1983 til þess að ræða um stofnun starfsmannafélags. Á þennan fund mættu 27 af 39 starfsmönnum bæjarins og teljast þeir stofnfélagar því að fundurinn samþykkti stofnun Starfsmannafélags Ólafsfjarðar, STÓL.

Tilgangurinn með stofnun félagsins var að gera kjarasamning við bæinn og leiðrétta þann launamun sem var á kjörum starfsmanna Ólafsfjarðarbæjar og annarra sambærilegra sveitarfélaga.
Á þessum fundi var stigið stórt skref í launamálum starfsmanna bæjarins því að launakjör starfsmanna hjá Ólafsfjarðarbæ, nú Fjallabyggð, hafa klárlega batnað mikið á þeim 25 sem liðin eru.

Nafni félagsins var breytt eftir að Ólafsfjörður og Siglufjörður sameinuðust í Fjallabyggð og heitir því félagið nú Starfsmannafélag Fjallabyggðar.

Félagmenn í dag eru 103.

Stjórn St. Fjall óskar félagmönnum til hamingju með daginn.