Starfsendurhæfingarsjóður

Síðastliðinn föstudag þann 9. janúar, var gengið frá nýrri skipulagsskrá fyrir Endurhæfingarsjóð þar sem samtök launamanna og atvinnurekendur hjá hinu opinbera gerðust aðilar að sjóðnum. Við þetta tækifæri var nafni sjóðsins breytt til að endurspegla betur starfsemi hans og heitir hann nú Starfsendurhæfingarsjóður. Með stofnun þessa sjóðs er stigið mikilvægt skref að tryggja öllum starfsmönnum á vinnumarkaði þjónustu í formi starfsendurhæfingar ef um er að ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða slysa.

Myndin var tekin við undirritunina

Nú er kominn tengill á heimasíðu Virk, starfsendurhæfingarsjóðsins hér vinstra megin á síðunni.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér starfssemi sjóðsins og það þarfa verk sem honum er ætlað.