Í morgun var skrifað undir nýjan kjarasamning við SFV vegna Hornbrekku.
Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og er sambærilegur við þá samninga sem gerðir hafa verið á undaförnum mánuðum.
Samningurinn verður kynntur starfsmönnum Hornbrekku á næstu dögum.
Helstu breytingar eru þessar:
- Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
- Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
- Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014, lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð.
- Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.
- Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
- Desemberuppbót hækkar um 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans.
- Persónuuppbót/desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:
Á árinu 2015 kr. 100.700.
Á árinu 2016 kr. 106.250.
Á árinu 2017 kr. 110.750.
Á árinu 2018 kr. 113.000.
Kjarasamninginn má finna hér á heimasíðunni undir kjarasamningar.
Guðbjörn