Skammtímasamningur við ríkið í höfn

Um miðmætti s.l. nótt var skrifað undir nýjan kjarasamning við ríkið vegna starfsmanna heilsugæslu.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2008 til 31. mars 2009.

Helstu atriði samningsins eru að öll laun hækka frá 1. maí 2008 um kr. 20.300 og réttur foreldra til að vera frá vinnu vegna veikinda barna undir 13 ára aldri verða 12 dagar í stað 10 áður.

Sjá samninginn í heild hér