Sigur í Snæfellsbæ

Í gær 21. mars var kveðinn upp dómur í máli sem BSRB höfðaði gegn Snæfellsbæ vegna trúnaðarmanns sem sagt hafði verið upp störfum hjá bænum. Trúnaðarmaðurinn starfaði við íþróttamannvirki sveitarfélagsins og var öllum starfsmönnum sagt upp að sögn vegna endurskipulagningar. Í kjölfarið voru síðan allir endurráðnir nema trúnaðarmaðurinn á staðnum. Dómsniðurstaða varð sú að uppsögnin hafi verið ólögmæt og einnig það að trúnaðarmaðurinn var ekki endurráðinn. Fallist var á að stefndi beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda. Að öllum atvikum virtum verður jafnframt talið að með ákvörðunum stefnda hafi verið vegið að æru stefnanda og persónu á þann veg að stefndi hafi fellt á sig skyldu til greiðslu miskabóta. Var krafa stefnanda á hendur stefnda því að öllu leyti tekin til greina.

Þá var Snæfellsbær dæmdur til að greiða 600.000 kr. í málskostnað. Gísli Hall hrl. flutti málið fyrir BSRB.

Sjá nánar