Samningur við Ríkið

Í gærkvöldi handsöluðu við samning við Ríkið, fyrir starfsfólk heilsugæslu og Menntaskólans. Undirskrift fer fram í næstu viku.

Kjarasamningurinn gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014.

Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu. Þannig er félagsmönnum tryggð að lágmarki 4,25% hækkun þann 1. júní 2011, að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. mars 2012 og að lágmarki 3,25% þann 1. mars 2013.

Einnig kemur til 38.000.- eingreiðsla þann 1. mars 2014 fyrir þá sem eru í fullu starfi í janúar 2014 og hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000.- eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000.- á yfirstandandi ári.

Þá er hækkun á orlofs- og desemberuppbót.

Samningurinn í heild hér