Samningur fyrir Hornbrekku

Í dag var undirritaður kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, fyrir hönd Hornbrekku. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningur Samflots við SNS sem gildir fyrir starfsmenn Fjallabyggðar.

Samningurinn verður kynntur á Hornbrekku mánudaginn 4. júlí kl: 13.30. Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á fundinum.

Starfsmenn Hornbrekku eru hvattir til að mæta og kynna sér samninginn.

Stjórn St. Fjallabyggðar.