Samningum við LN lokið

Samflotið skrifaði undir nýjan kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga í gærkvöldi. Samningurinn er mjög á svipuðum nótum og kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og samningurinn við ríkið. Megináhersla við gerð samninganna var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.

Taxtar undir 180 þúsund krónum hækka um 6.750 kr. 1. júlí og 1. nóvember og um 6.500 kr. 1. júní 2010. Laun upp að 210.000 krónum hækka árið 2009 en launahækkanir fara stiglækkandi eftir því sem launatalan hækkar. Árið 2010 munu taxtar upp að 225 þúsund krónum hækka. Laun fyrir ofan það munu ekki breytast. 

Aðilar urðu sammála um, í ljósi þess að orlofstími stendur nú sem hæst, að gefa atkvæðagreiðslu um samninginn rúman tíma. Niðurstöður hennar mega þó ekki liggja fyrir síðar en 14. ágúst næstkomandi. nánar um það síðar.

Samninginn má sjá hér