Samkomulag fyrir starfsmenn Hornbrekku

Í dag var undirritað samkomulag milli Launanefndar SFH, Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, f.h. Hornbrekku og Starfsmannafélag Fjallabyggðar fyrir starfsmenn Hornbrekku:

  • Hornbrekka mun greiða laun frá 1. desember 2008 í samræmi við nýgerðan kjarasamning LN og Starfsmannafélags Fjallabyggðar frá 29. nóvember 2008.
  • Aðilar þessa samkomulags munu í janúarmánuði 2009 koma saman til að vinna að gerð kjarasamnings. Stefnt er að samræmingu kjarasamninga SFH annars vegar og Starfsmannafélags Fjallabyggðar og Hornbrekku hins vegar.