SAMNINGUR UM FORMLEGT SAMFLOT

Samflotsfélögin héldu fund á Hótel Selfossi daganna 13. og 14. sept. s.l. þar sem samningur um Samflot starfsmannafélaga sveitarfélaga var undirritaður.

"Samflotið hefur verið við lýði síðan 1987 en það sem er nýtt núna er að Samflotið fær fullnaðarumboð til samninga og félögin munu greiða atkvæði í einu lagi um samninginn sem næst fram. Það eru allir fyrir einn og einn fyrir alla, " sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags opinberra starfsmanna á Suðurlandi, og formaður Samflotsins.

Ákvörðun um samflot var tekin af stjórnum og trúnaðarráðum félaganna eftir að hafa verið lengi í umræðunni. "Við erum sterkari þegar við mætum samningsaðilum okkar sem ein heild. Markmiðið er að ná betri árangri og það er góð stemmning fyrir samflotinu," sagði Elín Björg." (mbl.is)

Aðildarfélög Samflots eru: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Árborgar, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellssýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar,  Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Seltjararness, Starfsmannafélag Skagafjarða og Starfsmannafélag Vestmennaeyja.

Félagsmenn í 13 Samflotsfélögum er tæplega 4000.