SAMKOMULAG UM BIÐLAUN

Í dag var undirritað samkomulag um biðlaun veitustjóra Hitaveitu Ólafsfjarðar sem seld var Norðurorku 2005. Fallist var á kröfu Starfsmannafélags Fjallabyggðar um biðlaun veitustjórans en bæjarstjórn Ólafsfjarðar sem seldi veituna, hafði áður hafnað kröfunni.

Starfsmannafélagið fagnar samkomulaginu og því að bæjarstjórn Fjallabyggðar skuli virða samningsbundin rétt starfsmanna til biðlauna.