Rafræn innskráning á Orlofsvef Samflots frá og með morgundeginum
Á morgun 4. janúar 2018 um hádegisbilið, verður tekin upp rafræn innskráning á Orlofssíðu Samflots. Félagsmenn skrá sig þá inn í gegnum íslykilinn/rafræn skilríki. Vefurinn verður jafnframt lokaður öðrum en félagsmönnum Samflots.
Flestir eru komnir með rafræn skilríki í símann sinn eða eru með íslykil. Ef ekki þá eru hér fyrir neðan upplýsingar fyrir félagsmenn að ná sér í þau.
Ef félagsmenn lenda í vandræðum þá má alltaf hafa samband við skrifstofur aðildarfélaga orlofspakka Samflots eða formann og fá hjálp.
Gangi ykkur vel.
Guðbjörn Arngrímsson
Formaður Samflots.
Sími 899-6213