Nýtt ákvæði um persónuálag tók gildi 1. janúar 2018, sjá gr. 10.2.1.
Persónuálag vegna starfsþróunarnámskeiða.
Starfsmenn sem ljúka starfstengdu námi eða námskeiði a.m.k. 150 klst. sem nýtist í starfi og er sérsniðið að þörfum sveitarfélaga, geta að hámarki fengið 2% persónuálag fyrir námið. Skilyrði þess er að námið sé kennt af fræðsluaðilum, sem hlotið hafa viðurkenningu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008.
Skilyrði er að námið hafi ekki verið metið í starfsmati í viðkomandi starfi og skal hækkunin taka gildi næstu mánaðamót eftir að starfsmaður leggur fram fullnægjandi gögn um námið.
Inni á þessari síðu eru upplýsingar um hvaða nám og námskeið falla undir þessa skilgreiningu
http://www.samband.is/verkefnin/kjara-og-starfsmannamal/starfsthrounarnefnd/
Félagsmenn eru hvattir til að skoða hvort þeir eigi þennan rétt, þ.e. hafi sótt 150 tíma námskeið á liðnum árum.
kv.
Guðbjörn Arngrímsson
formaður