Starfsmannafélagið auglýsir PÁSKAVIKUNA í orlofshúsum félagsins að Úlfstöðum á Héraði og í Munaðarnesi lausa til umsóknar. Um er að ræða vikuna 2. til 9. apríl og leigan er kr: 16.000
Rétt er að benda á að skv. 3. gr. reglna um úthlutun orlofsdvalar í sumarhúsum St. Fjall. frá 1991, skerðir úthlutun utan álagstíma ekki rétt félagsmanna til leigu á húsinu yfir sumartímann.
Umsóknum skal skila til Hauks í íþróttamiðstöðina fyrir 27. mars og veitir hann allar nánari upplýsingar.
Auglýsing fyrir sumarorlof verður send út í byrjun apríl.