Orlofsvefurinn opninn

Í dag opnaðist fyrir orlofsvef Samflotsins.

Félagsmenn fara inn á heimasíðu Samflots, linkur hér hægramegin á síðunni, fara inn í glugga hægra megin á tækjastikunni efst og þar undir er hlekkur sem heitir orlofsvefurinn. Með því að klikka á hann komist þið í innskráningarhlekkinn þar sem þið setið kennitöluna ykkar í efra svæðið og það netfang sem þið viljið að sé notað fyrir ykkur á orlofsvefnum. Það verður meðal annars notað til að senda ykkur upplýsingar um hvort þið fenguð hús eða eruð á biðlista. Það verður líka notað til að senda ykkur samninga og orlofsávísanir sem þið fáið úthlutaða. Á orlofsvefninum eru á forsíðu upplýsingar um hvernig sækja skuli um.

Við hvetjum ykkur til að vera óhrædd við að nota síðuna og þið komis að því fljótt að þetta er minna mál en þið haldið. Hafið orlofsblaðið við höndina og lesið ykkur til.

Allar nánari upplýsingar er að fá hjá umsjónarmanni síðunar, Guðbirni í síma 899-6213.

Orlofsnefnd Samflots.