Orlofsúthlutun 2015

Nú er lokið við úthlutun á umsóknum um orlofshús og íbúðir á sumarorlofstíma og tölvupóstur sendur til umsækjanda.

Þeir sem fengu úthlutað hafa til 8. maí að staðfesta umsóknir og greiða leigugjaldið.

Orlofsvefurinn opnar síðan 9. maí fyrir "Fyrstur kemur, fyrstur fær"  þ.e. félagsmenn geta sótt um og borgað vikur sem lausar eru og sjá strax hvort þeir fá.

Félagsmenn eru hvattir til að fylgjast með framboði og sérstaklega er vakin athygli á að eitt tímabil í orlofshúsi á Torrevieja á Spáni er laust þ.e. 30. júní til 8. júlí.

Orlofsnefndin