Orlofsuppbót 2014

Orlofsuppbót vorið 2014 er sem hér segir:

Hjá starfsmönnum heilsugæslu og MTR kr. 39.500,-  og kemur til útborgunar 1. júní.

Sjá gr. 3.2.2 í kjarasamningi aðila: Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hjá starfsmönnum Fjallabyggðar og Hornbrekku kr. 39.000,- og kemur til útborgunar 1. maí.

Sjá grein 1.8.1 í kjarasamningum aðila: Hinn 1. maí ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.