Ágætu félagar.
Á haustin er góður tími til að fara í bústað og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða á þessum tíma. Eiga góða stund með sínum nánustu við kertaljós, kúldrast í heita pottinum nú eða bara kúra saman.
Þá er líka hægt að kaupa hótelmiða og gista á hóteli víða um land fyrir góðan pening.
Félagsmenn eru kvattir til að kynna sér orlofsmöguleikana á orlofsvefnum, hér til hægri á síðunni, og vita hvort ekki sé laus helgi nú eða vika allt eftir óskum hvers og eins.
Endilega njótum lífsins kæru félagsmenn.
Bestu kveðjur
Orlofsnefndin