Orlofsmál

Nú eiga allir félagsmenn að vera búnir að fá fréttabréf með upplýsingum um hvað er í boði í orlofsmálum á þessu ári. Ef einhverjir hafa ekki ekki fengið fréttabréfið þá eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við formann.

Umsóknarfrestur um orlofshús er til 19. apríl og skila skal umsóknum á bæjarskrifstofuna til Hafdísar eða til Hauks í Íþróttamiðstöðina.