Orlofshús á Spáni

Síðasta sumar ákváðu SDS, St. Fjall, Fos- Vest og Stavey að hafa með sér samstarf um orlofsmál félaganna. Markmið þessa samstarfs var að skapa félagsmönnum meira val og að ná betri og hagkvæmari nýtingu á þeim eignum sem félögin eiga. Það má segja að þetta samstarf hafi farið vel af stað, félagsmenn ánægðir með fjölbreytara úrval og þægilegt notendavænt umhverfi á orlofsvef Samflotsins.

Stjórnir og orlofsnefnd þessara félaga hafa ákveðið að halda þessu samstarfi áfram og munu á komandi orlofsári sameinast um að félagsmenn njóti sem best allra þeirra kosta sem í boði verða. SDS hefur síðustu tvö ár boðið félagsmönnum sínum uppá að leigja sumarhús á Spáni, Mosfell. Þessi kostur hefur verið vinsæll og gefið félagsmönnum tækifæri á að komast í sólina á ódýran og öðruvísi hátt heldur en í pakkaferðum. Orlofsnefnd félaganna hefur nú ákveðið að framlengja þann leigusamning fyrir félagsmenn allra félaganna.  Mosfell er í ca. 10 mín akstri frá Torrevieja og um 45 mín akstur er til Alicante.

Flestar ferðaskrifstofur og flugfélög bjóða upp á flug til Alicante og eru þessum tíma oft með tilboð á ferðum þangað og hvetjum við félagsmenn til að gera verðsamanburð.

Til að allir félagsmenn séu jafnir verður opnað á orlofsvefnnum Hannibal, fyrir umsóknir 23.10.2014. og verður hún opin til 30.10.2014. Þá verður úthlutað til þeirra félagsmanna sem sóttu um en það er gert eftir punktastöðu og þeim reglum sem gilda um úthlutun hjá félögunum Tilkynnt með pósti 3. nóvember hverjir fengu úthlutað. Við erum með tvö tímabil til útleigu um páska, frá 31. mars 2015 til 14. ágúst 2015 og frá 26. maí 2015 til 15. sept. 2015. Á tímabilinu frá 2.6.2015 til 8.9.2015 eru eingöngu leigðar út tvær vikur í einu. Annan tíma er hægt að fá viku í senn. Við erum með forgang fyrir fleiri vikum ef mikil aðsókn verði í húsið, t.d. getum við fengið húsið leigt um jólin 2015.

Allar nánari upplýsingar um húsið og svæðið er að finna á orlofssíðunni Hannibal.