Orlofsblaðið 2014

Ágætu félagsmenn,

Orlofsblað félagsins er í prentun og mun sendast til félagsmanna í næstu viku.

Beðist er velvirðingar á töfum á útgáfu blaðsins.

En eins og áður hefur komið fram hafa fjögur félög tekið sig saman og sameinað orlofspakkana, þau félög eru:

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Dala og Snæfellssýslu og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.

Um er að ræða tilraun í eitt ár með að sameina orlofspakka til að geta boðið félagsmönnum meira úrval á orlofshúsum, íbúðum á höfuðborgarsvæðinu auk þess að það verður meira úrval á niðurgreiddri hótelgistingu og fl.

Þar má nefna:

Þrjár íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, fjögur orlofshús í Munaðarnesi, eitt í Húsafelli, eitt á Eiðum, eitt á Úlfstöðum á Héraði og eitt orlofshús í Tunguskógi.

Allar nánari upplýsingar má finna í orlofsbæklingi félaganna sem ætti að berast inn um lúguna í næstu viku.