Orlof að eigin vali 2018

Nú er búið að opna aftur fyrir möguleikana á að sækja um ,,Orlofi að eigin vali” 


Styrkurinn í ár 23.000 kr. og félagsmenn geta notað styrkinn til að niðurgreiða ýmislegt af sínum orlofsútgjöldum, t.d. flugi, gistingu og/eða leigu farartækja, svo eitthvað sé nefnt. Ekki er hægt að nota styrkinn til að niðurgreiða það sem í boði er í orlofspakka Samflotsfélagana.

Félagsmaður getur sótt um á orlofsvefnum hér við hliðina. Staðfestingin/svar við umsókninni kemur ekki um hæl, heldur í tölvupósti innan við sólahring eftir að umsóknin fer inn. 
En til þess að fá styrkinn greiddan þarf að koma eða senda greiðslukvittunina og samþykktinni frá Samfloti til gjaldkera félagsins hennar Hafdísar Jónsd.

Sjá nánar í Orlofsblaðinu sem kemur til ykkar á allra næstu vikum.

Guðbjörn Arngrímsson

formaður