Orlof 2017

Akrasel, nýi bústaðurinn okkar
Akrasel, nýi bústaðurinn okkar

Nú er búið að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" á orlofsvefnum.

Félagsmenn geta nú farið inn á orlofsvefinn og pantað það sem er laust og gengið frá því strax.

Enn eru nokkrar vikur lausar í sumar í bústöðum víða á landinu og einnig í orlofshúsi okkar á Spáni. Þau flugfélög og ferðaskrifstofur sem þangað fljúga eru þessa dagana með afslátt á flugi til Alicante. Ath. að skiptidagar í orlofshúsinu eru þriðjudagar. 

 

Bestu kveðjur

f.h. orlofsnefndar Samflots 

Guðbjörn 

formaður