Orlof 2012

Orlofsnefndin hefur nú lokið við að úthluta í orlofshús félagsins. Allir sem sóttur um fengu en alls komu 34 umsóknir um 30 vikur sem í boði voru á sumarorlofstímabilinu. Nokkrar vikur gengu þó ekki út og er hægt að sjá hvaða vikur eru lausar hér vinstra megin á heimasíðunni.

17 sóttu um orlof að eigin vali og eru þar því nokkrir styrkir eftir en 30 styrkir voru í boði.

Lausu vikurnar og styrkirnir um orlof að eigin vali er því auglýst aftur og nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Umsóknum skal skila til Hafdísar á bæjarskrifstofunar eða til Guðbjörns sem veitir allar nánari upplýsingar.

Orlofsnefndin óskar félagsmönnum ánægjulegs orlofs.