Orlof 2008

Nú ættu allir félagsmenn að vera búnir að fá orlofsbæklinginn sendan heim ásamt umsóknareyðublaðinu, ef ekki, þá vinsamlega hafið samband við formann.

Í ár bjóðum við upp á nýjung sem eru gjafabréf með Iceland Express að verðmæti 20 þúsund krónur sem kosta félagsmenn 12 þúsund krónur. Þessi bréf geta félagsmenn notað sem greiðslu upp í ferðir með flugfélaginu og gilda bréfin í 2 ár. Bréfin eru til sölu hjá Hafdísi á bæjarskrifstofunni. Sjá nánar í fréttabréfinu.

Við hvetjum ykkur til að skoða vel það sem við höfum upp á að bjóða og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið óskir um annað en hér stendur til boða.

Orlofsbæklingur hér