Orlof

Nú er lokið úthlutun á orlofshúsum félagsins í sumar. Alls bárust 39 umsóknir um orolfshús og 11 umsóknir um orlof að eigin vali. Svarbréf eiga að berast til félagsmanna í dag, 29. apríl.

Ekki gengu allar vikur út og eru upplýsingar um þær vikur sem enn eru lausar hér til vinstri á síðunni undir "Lausar vikur í orlofshúsum" Eins er enn hægt að sækja um orlof að eigin vali.

Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Umsóknum skal skila til Guðbjörns eða Hauks.

Orlofsnefnd St. Fjall.